löglegur hálfviti: laglegur andskoti: siðlaus sukkari: ;-)

fimmtudagur, september 30, 2004

Ætlar mar aldrei að læra?

Var búinn að setja comment á ákveðna síðu, með spekúleringu um nýjasta útspil sjallanna í Hæstarétti, tókst ekki betur til en commentið fór tvisvar inn með löngu millibili (tölvukunnáttan alltaf alveg að drepa mann). Snillingurinn ég sá þetta svo og ákvað að reyna að eyða þessu, ætlaði nottlega bara að eyða öðru, en ekki tókst betur til en bæði fóru, alltaf aðeins of fljótfær. Þannig að núna eru tvær færslur á viðkomandi commentakerfi þar sem stendur að færslum hafi verið eytt af höfundi, með að sjálfsögðu link inn á mína síðu. Þannig að ef einhver skoðar hina síðuna lítur út fyrir að ég hafi verið að segja eitthvað, sem ég hafi séð eftir(eins og það sé vaninn) og ákveðið að eyða því. Snilld!
Gerum okkur bara að fífli endalaust! Tilhvers að hafa mannorð, það er stórlega ofmetið.

Hilsen

miðvikudagur, september 29, 2004

Hvur andskotinn!

Jón Steinar skipaður Hæstaréttardómari. Eru engin takmörk fyrir ósvífninni? Ætla forystumennirnir ekkert að læra?

föstudagur, september 24, 2004

Fólboltamót antisportista!

Hin vonandi árlega drykkjukeppni eftir fótboltamót (sem var reyndar aflýst), fer fram í kvöld. Spurning hvort einhverjir mæta, er fólk kanski ekki nógu miklir alkar til að fara bara á uppskeruhátíðina en sleppa fótboltanum? Er undirritaður kanski sá eini? Kosturinn við það væri þó allavega að bæði myndi ég vinna drykkjukeppnina, þó hún sé á milli ára og fríi bjórinn myndi allavega duga ansi lengi.
Svo er hin spurningin. Hverjir mæta? Verð ég ofurölvi að venju? Verð ég vinnufær á morgun? Og hverjum er ekki sama :)

sjæse


miðvikudagur, september 22, 2004

Leikari????

Verð það víst seint, segir það ekki eitthvað um leikhæfileikana að hlutverkið sem maður landaði var ,,Pissustrákur" ,,Fulli gaurinn í partýi 1" og ,,Fulli gaurinn í partýi 2" svo er enþá möguleiki að allt verði klippt út. Semsagt stefna á frama í einhverju öðru en kvikmyndaleik. Sá mjög áhugaverða síðu ,skoðið þetta

mánudagur, september 20, 2004

Er stundum spurning að þegja

Föstudagurinn var snilld, kokteill hjá virðulegri lögfræðistofu í Reykjavík city veitingar alveg snilld, strætó niður í bæ, apotekið G&T, aðalfundur Elsa á Mojito, þurfti endilega að drulla yfir einhverja blásaklausa Bifrastarstelpu sem var í framboði, hafði svo vit á því (eftir að hafa eytt alltof miklu, og sagt alltof mörgum hvað ég var að hugsa) að yfirgefa svæðið ásamt fleirum, fórum á Röskvu djamm (af öllum stöðum) á Hressó, hitti ótrúlegasta fólk, síðan Gaukur á stöng, staður sem ég hef ekki farið á í mörg ár helvíti gott. Síðan snilldin Kaffi Austurstræti ( er alveg að verða einn af föstu stöðunum) ódýr bjór, hægt að spjalla ekki svo mikið áreiti af rónunum. Endað á Café Cozy líka ódýr bjór ágætt mótvægi eftir Mojito, Þynnkustig laugardagsins verulegt. Kom ekki nema ca. 5 tímum of seint í hið annars skyldubundna fjöldamorð í sveitinni. Slapp samt ótrúlega vel við skotin frá litla bróður. Sunnudagur stóra hreingerningin í sveitinni, búið að henda öllum bernskuminningunum á haugana (næstum því allavega).

sunnudagur, september 12, 2004

HAHAHAHAHA

Haldiði ekki að maðurinn sé orðinn embættismaður, eitthvað sem ég hélt að ætti seint eftir að gerast. Svona líka vaðandi stemming á aðalfundinum, sérstaklega áhugavert að heyra lesnar upp skýrslur stjórnar. Maturinn var bara nokkuð góður og hrikalega vel útilátinn. Ég náði samt að gera mig að fífli þegar ég fór að dissa þjóninn fyrir að hafa ekki tekið drykkjarpöntun nema hjá þremur okkar, á meðan stóð hann fyrir aftan mig. Great! Aðrir við borðið skömmuðu mig fyrir að hafa greinilega aldrei þjónað, maður ætti ekki að láta svona útúr sér, ég að sjálfsögðu þurfti að halda andliti og hélt bara áfram að dissa grey þjóninn. Fávitinn ég. Eftir matinn var komið að kosningunum þar sem Bjarni Már snillingur með meiru flutti mjög svo skýra stuðningsræðu, þó sumum í salnum hafi þótt hún í grófari kantinum, múhahaha. Eftir úrslitinn var kappdrykkja fráfarandi og nýrrar stjórnar, sem að sjálfsögðu endaði með sigri fráfarandi stjórnar (hefur kanski eitthvað að segja að við þurftum að drekka bjórinn á meðan þau helltu honum framan á sig) Maður er nú ekkert tapsár ;-) síðan var öllu liðinu smalað upp í strætó og haldið niður í bæ, ölvun veruleg skandalar þó nokkrir
l8ter

sunnudagur, september 05, 2004

Jæja!!!

Haldiði að maður sé ekki loksins búinn að taka þátt í sínu fyrsta golfmóti. Árangurinn ekki svo frábær, ekki skipti máli þó meðspilarinn væri með þrjá í forgjöf, við skíttöpuðum samt. Snilldar skemmtun samt. Greinilega ekki svo vitlaus hugmynd hjá andstæðingunum að stinga upp á mér í lið sigurvegarans frá í fyrra, þau stóðu allavega uppi sem sigurvegarar í þetta skiptið. En nú verður líka farið að æfa sig múhahaha sjáiði bara til á næsta ári. Hélt reyndar ekki að ég myndi lifa daginn af þegar ég vaknaði á mjög svo ókristilegum tíma eftir frábæra Þingvallaferð, var hreinlega soldið hissa þegar ég kom í ríkið á laugardag og sá að það var raunverulega til áfengi þar. Ég hélt ég hefði drukkið það allt á föstudaginn. Leiðsögn Stefáns Boga klikkaði ekki frekar en fyrri daginn. Held ég hafi ekki gert neina stóra skandala en á víst alveg örugglega eftir að frétta af því ef svo var.
l8ter

fimmtudagur, september 02, 2004

Plebbbbiiii

Ný skilgreining á orðinu plebbi.
http://www.unnarsteinn.is/?webID=1&i=2&s=7


miðvikudagur, september 01, 2004

Gífurleg hamingja

... skólinn byrjaður aftur, hvernig getur maður verið annað en í skýjunum yfir þeim tíðindum, nóg af fylleríi framundan, passlega mikill lærdómur...
Cheers

This page is powered by Blogger. Isn't yours?