löglegur hálfviti: laglegur andskoti: siðlaus sukkari: ;-)

miðvikudagur, mars 16, 2005

yebbs

búinn að sækja um fyrir næsta ár hvað er ekki spennandi að skrá sig í auðlindarétt, skattarétt og annað þessháttar einu sinni var ætlunin að taka bara skemmtilega kúrsa en ekkert praktiskt en það var í þá gömlu góðu svo var nottlega tilvalið að skrá sig í einn enskann kúrs en bara af því að mögulega verður álitlegur kennari hehehe
ble

þriðjudagur, mars 15, 2005

Gleymdi smá

Sótti um í Erasmus í dag gerðist ógurlega mannréttindalega sinnaður og valdi bara einhverja heimskulega mannréttinda kúrsa, en er hvort eð er ekki aðaltilgangurinn að vera soldið miðsvæðis og nálægt norrænu vikunum. Verst að held að engin af sænsku vikunum sé á vorönn, verð þá bara að fórna mér og fara til finnlands eða danmerkur, en hvað gerir maður ekki fyrir málstaðinn. Helduru svo ekki að minni glæsilegu stjórnartíð sé bara ekki að ljúka, hver hefði haldið að þetta helvíti myndi líða svona fljótt. Hver þarf að læra er það ekki stórlega ofmetið maður var nú ekkert smá að standa sig í embætti hélt alveg röð af fræðandi fyrirlestrum, að ógleymdri stórkostlegri málflutningskeppni ( sem ég hef heyrt að ég hafi single handed klúðrað stórkostlega, sérstaklega með að beita þessum hrikalega klíkuskap og útvega einu liði aðstoðarmanni en ekki öðru) en any who maður er nú ekkert þekktur fyrir að vera langrækinn og vera að erfa svona athugasemdir. Ekki má heldur gleyma Janúarseminarinu sem var mitt helsta kosningaloforð það var haldið með glæsibrag. (fór reyndar framhjá ansi mörgum veit ekki hvort þetta var kanski ekki auglýst nógu vel það var nú einu sinni enþá jólafrí)
L8ter

I'm back

Eftir langa og stranga íhugun (annað orð yfir að nenna ekki að læra) ákvað ég að það væri kominn tími til að skrifa eitthvað heimskulegt. Hvað er málið með að kæra barnaland þó að þessar frústreruðu chellingar í fæðingarþunglyndi hafi ekkert annað að gera en að slúðra um að maður sé raðnauðgari, maðurinn er nú einusinni celeb og á þaraf leiðandi kannski ekki svo mikið einkalíf og hvað þá að það þurfi eitthvað að vera að hlífa mannorði hans. Ja ég meina hvað eiga þessar chellur annað að gera það er nú einu sinni bráðnauðsynlegt að slúðra.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?