löglegur hálfviti: laglegur andskoti: siðlaus sukkari: ;-)

sunnudagur, janúar 15, 2006

Ofdekraður í Svíþjóð

Forspjall
Eftir alveg hreint hundleiðinlegan próflestur og metnaðarlausustu próftöku íslandssögunnar fór ég heim í nafla alheimsins og henti ofan í ferðatöskur að sjálfsögðu náði ég að troða allt of miklu drasli niður á stuttum tíma og endaði með rúm þrjátíu kíló í farangur. Um kvöldið var að sjálfsögðu slegið upp veislu, þar sem litli strákurinn hennar mömmu sinnar (það breytist ekkert þó maður sé kominn alltof langt á fertugsaldurinn) var á leiðinni í svona hættulega langt ferðalag. Að ofáti loknu skutluðu Þórdís og Bergvin mér til Keflavíkur, þar sem ég gisti hjá Vigga og Maríu. Þar sátum við og kjöftuðum fram eftir nóttu þannig að nætursvefninn varð ekkert lengri heldur en ef ég hefði keyrt úr sveitinni um morguninn, en þvílíki lúxusinn að vera kominn í Leifsstöð innan við hálftíma eftir að vekjaraklukkan hringdi.
Dagur eitt
Eftir tékk inn og yfirvigtargreiðslu hélt ég upp í fríhöfnina, þar sem klukkan var ekki nema sex og ég einn á ferð kunni ég einhvernveginn ekki við að fara á barinn þannig að í fyrsta skipti á ævinni fór ég bláedrú í flug. Í fríhöfninni hitti ég Hákon, sem er með mér í deildinni, hann var á leið til Köben í skólann þar. Eftir tíðindalítið flug var lent í Kóngsins Köben þar sem ég elti bara Hákon til að ná í töskurnar o.s.frv. alltaf mjög þægilegt að þurfa ekki að spá í hlutina. Ætlunin var að Solla vinkona Mömmu sem býr í Dalby og vinnur á Stadts Bibilioteket i Lund, kæmi með lest yfir til Kastrup og gætaði mig yfir til Lundar, (hún var búin að ná í lykilinn að húsnæðinu mínu og alles) en eitthvað voru yfirvöld í Skandinavíu ekki sátt við að fá félagann í heimsókn (gæti auðvitað smitað einhverja blásaklausa sænska skólastráka af einhverju) allavega lágu lestarsamgöngur niðri. En Solla sá nú aldeilis við svoleiðis frammígripi og hringdi í húsbóndann og lét hann taka frí í vinnu til að sækja mig á bíl yfir sundið. (Bara byrjunin á ofdekrinu) Þegar yfir sundið var komið fórum við beina leið á Kämnärsvägen (3a íbúð 120, fyrir þá sem ætla að koma í heimsókn) og hentum inn farangrinum ekki leist mér nú alltof vel á húsakynnin til að byrja með, dýna á gólfinu í pínulitlu herbergi, fataskápur, tölvuborð og bókahilla en það voru bara fyrstu kynni. Síðan var haldið í sight-seeing tour um Lund og nágrenni þar sem ég hélt að ég hefði náð að læra að rata á engum tíma eftir það var farið heim til þeirra í Dalby sem er bær í ca. 10 km. fjarlægð frá Lundi (þar er staðsett ein elsta steinkirkja á norðurlöndum og þó víða væri leitað) þar fékk maður konuglegar móttökur, byrjað með kaffi,síld, bjór og íslensku brennivíni og endað á sænskri jólaskinku með öllu tilheyrandi. Eftir mat, spjall o.s.frv. keyrðu hjónin mig aftur heim á Kämnärsvägen (borið fram ca. Sjemnersvegen, fyrir fróðleiksþyrsta um sænskan framburð sem ég þykist að sjálfsögðu vera orðinn sérfræðingur í eftir nokkra daga.) Fljótlega eftir komuna þangað mætti meðleigjandinn hinn sænski Jonas á svæðið, mjög fínn gaur (kille på svensk) 21. árs held ég eðlis- stærðfræðinemi sem surfar í frístundum.

Dagur tvö
Skrásetja skyldi heimsbyggðina stendur einhversstaðar og ég er viss um ef þeir hefðu notað sænsku aðferðina hefði ,,Frelsarinn” ekki fæðst í fjárhúsi. Svíar fara eftir reglum það er alveg á hreinu. Eins og sönnum ,,Svía” sæmir var haldið fótgangandi á stað í skrásetningu, ekki labbað yfir á rauðu ljósi og tilheyrandi tiltölulega áfallalaust fann ég skrásetningastaðinn, þar var húsninu skippt niður í númeraðar stöðvar ein fyrir farangur næsta fyrir skráningu o.s.frv. (skipulag sem þekkist ekki innan H.Í.) þar sem ég var ekki með farangur, ákvað ég að standa á eigin fótum og sleppa mentorunum sem ég hef ekki enþá hitt. Skráningin tók ca. 10 mínútur með því að kaupa sænskukennslubækur. Þaðan var haldið út og tékkað á því helsta, fann HM eftir fimm mínútur System bolaget eftir 10 og þá er maður í góðum málum er það ekki.

Framhald síðar þar sem tölvan er að verða batterílaus

Hej da Gústi

miðvikudagur, janúar 04, 2006

Taugaáfall

Hélt að ég væri það sterkur á taugum að það hálfa væri nóg!
Er hinsvegar orðinn svo stressaður að mér líst ekki á blikuna.
Á eftir að:
klára að flytja
ákveða hvað á að taka með
klára að vinna
pakka niður
úbbs og smámál
læra undir skattarétt
taka helvítis prófið
fá á hreint hvort Kristján var fullur
var hann veikur
sást á röltinu á þorláksmessu (viku eftir ,,Lungnabólgu")
fara á tónleika með dvergnum

en anywhos
múhahahahah það er innan við vika í sverige
later

This page is powered by Blogger. Isn't yours?